AutoChief 600® Skrúfustjórnun

LýsingAC600-500x251

AutoChief 600® Skrúfustjórnun er algerlega ný hönnun frá Kongsberg.  AutoChief 600® eru  einingar sem hægt er að setja saman þannig að það stjórni bæði vélarskrúfum og rafmagnskrúfum eða öðrum gerðum.  AutoChief 600® skúfustjórnun getur virkað sem sjálfstæð eining fyrir allar tegundir af skrúfum, til viðbótar við sambærilega aðalskrúfustjórnun.

Stjórntæki

AutoChief 600® stjórntækin er hönnuð til að vera einföld í notkun en hafa alla þá möguleika sem góð stjórntæki þurfa að hafa.  Einungis þær upplýsingar sem þörf er á hverju sinni eru birtar á skjá stjórntækisins þannig að aflestur verður skýr og einfaldur. Því er ekki er öllum upplýsingum  troðið á skjáinn í einu, en það gæti valdið misskilningi.

Skjárinn er litaskjár sem birtir myndrænt lykil upplýsingar hverju sinni. Megin upplýsingar svo sem snúningur vélar og skurður skrúfu eru alltaf á skjánum.  Aðrar upplýsingar birtast eftir því sem við á.  Kerfið er að fullu samhæft með K-Chief 600 viðvörunar kerfinu.

autochief-600-700x438

Stýripinnar

Stýripinnar fyrir hliðarskrúfur eru staðsettir við aðalstjórnborð í brú. Hægt er að setja upp nokkra viðbótar stýripinna til að stýra skrúfunum frá öðrum stöðum eins og t.d. frá stjórnpúlti afturí og stjórnborðmegin í brúnni.

AutoChief®600 er áreiðanleg hönnun þar sem sérstaklega hefur verið hugsað um hið mikla álag á búnaðinn um borð í skipum.  Öll merki í kerfinu eru send á milli starfstöðva á tvöföldu CAN samskiptakerfi sem eykur áreiðanleika og öryggi.

Aðalatriðiltu11-470x326

  • Tvöfalt samskipta kerfi (CANbus)rd-2012
  • Merki er þýtt beint í nema og  mótora/hreyfiliða.
  • Vöktun aðvarana
  • Allar aðvaranir eða atburðir er tímaskráðir
  • Hægt er að setja TC-600 beint á vél
  • Hönnun er með reglur EC að markmiði
  • Þreföld einangrun

AutoChief 600® Skrúfustjórnun