Endurnýjun / Nýsmíði / Ráðleggingar

Reynsla:retrofit-250x239

Kongsberg er með 35 ára reynslu af uppsetningu og endurbótum á búnaði um borð skipum, hvort sem það eru nýsmíðar eða viðhald eldri skipa.  Láttu okkur sjá um að endurnýja gamlan og gamaldags búnað með nútímalegri og þrautreyndri tækni.  Það að uppfæra búnaðinn í nútímalegri búning hefur sannað sig,  það minnkar rekstrarkostnað og eykur afköst.

Kongsberg er með stóra þróunardeild sem einbeitir sér að svona uppfærslum.

 

Hvernig við vinnum

Til að ganga úr skugga um að öll endurnýjun gangi vel fyrir sig fylgjum við þessum fjórum skrefum:

  1. Aðstæður skoðaðar: Sérfræðingur okkar fer á staðinn og gerir úttekt á aðstæðum og skilar inn skýrslu um verkefnið.  Skýrslan tekur á tillögum af skipulagi, hvernig best er að setja upp verkefnið og kostnaðargreiningu.  Þessi skýrsla er grunnur að verkefninu og samningi.
  2. Hönnun: Kerfið er vandlega hannað að þörfum viðskiptavinar.  Það þarf að uppfylla hans kröfur og er sett upp í hönnunarskjal til samþykktar af viðskiptavini.
  3. Uppsetning: Þetta er gert meðan skipið er í þjónustu stoppi eða í slipp.  Annað hvort af okkar eigin tæknimönnum eða tæknimönnum viðkiptavinar en alltaf undir eftirliti okkar . (Hafa verður í huga að kerfið er flókið og þarf góða reynslu í uppsetningu töflubúnaðar)
  4. Gangsetning og þjálfun: Reyndir og þjálfaðir sérfræðingar fara yfir búnaðinn sjá til þess að allt sé eins og það eigi að vera fyrir gangsetningu.  Þessir sérfræðingar sjá einnig um þjálfun aðila á skipunu til notkunar á búnaði.

Hafðu samband og fáðu upplýsingar